06.02.1943
Neðri deild: 51. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 494 í B-deild Alþingistíðinda. (717)

116. mál, húsaleiga

Frsm. (Áki Jakobsson):

N. hefur haft til meðferðar þetta frv. stj. um húsaleigu. Með því hefur stj. sameinað í einn lagabálk eldri ákvæði, sem gilda um húsaleigu og eru orðin nokkuð dreifð og óaðgengileg fyrir þá aðila, sem þurfa að leita til þeirra, og það eitt að sameina þessi l. er mikils virði. N. hafði hins vegar áður fengið til meðferðar frv. um húsaleigu með tilliti til. breyt. á kosningafyrirkomulagi húsaleigun., frv. um að tryggja húsnæðislausu fólki húsnæði og um stóríbúðaskatt og fleiri frv. um þessi efni. N. hefur tekið ýmis ákvæði þessara frv., sem ekki hafa þegar verið tekin upp í frv. hæstv. stj. til 1. um húsaleigu, upp í brtt. sínar við frv. Ég tel óþarft að fara yfir frv., það liggur skýrt fyrir hv. þdm., hvað nýtt er í því, enda skýrði hæstv. félmrh., frá því við 1. umr. málsins. Ég vil þá fara nokkrum orðum um þær brtt., sem allshn. hefur komið sér saman um. 1. atriðið er um það, að leigusala, er sjálfur býr í húsi annars, skuli heimilt að skipta á íbúð við leigutaka í húsi sinu, enda komi samþykki húsaleigun. til. Við töldum, að þetta ætti ekki að skaða neitt, enda var það áður tilgangur l.

Þá er næst brtt. við 3. gr., að á eftir orðunum: „heimilisföstum innanhéraðsmönnum“ í 1. málsgr. komi: alþingismönnum og nemendum í föstum skólum. Þetta mun hafa verið þannig, að húsaleigun. í Rvík mun ekki hafa amazt við því, þó að alþm. eða nemendur í föstum skólum hafi fengið herbergi á leigu þann tíma, sem þeir þurfa að vera í bænum, og taldi n. því rétt, að þetta kæmi fram í l.

Um 5. brtt. varð ekki fullkomið samkomulag í n. en hún er um skömmtun á húsnæði. N. var sammála um það, að æskilegt væri að koma a einhvers konar heimild um skömmtun húsnæðis, en var hins vegar ekki sammála um það, á hvern hátt það skyldi gert. N. gat hins vegar ekki fallizt á það fyrirkomulag, sem lagt er til í frv. stj., vegna þess að þar virðist allt vald vera sett í hendur húsaleigun. og eiginlega vera á hennar valdi að ákveða, hvort hún lætur til skarar skríða um skömmtun eða ekki. Þetta taldi n. ekki rétt, vegna þess að húsaleigun. er ekki sá aðili, sem nauðsynlega þarf að bæta úr húsnæðisskortinum, heldur er það bæjarstj. N. taldi rétt að færa þetta vald úr höndum húsaleigun. og beint til bæjarstj., en húsaleigun. sé nokkurs konar framkvæmdarvald, sem framkvæmi valdboð bæjarstj. Við töldum ekki vera fyrir hendi næg rök, sem mæltu með því, að húsaleigun. væri alveg í sjálfsvald sett, hvenær hún léti framkvæma skömmtun, og lögðum því til að bæjarstjórn fengi þetta vald. Við töldum, að bæjarstj. væri sá aðili, sem hættulaust væri að gefa slíkt vald, vegna þess að hún þarf að taka tillit til þeirra manna, sem þurfa að taka húsnæði á leigu, og eins hinna, sem leigja húsnæði. Þá leggur n. til, að afnotahafa íbúðar sé veittur 3 daga frestur áður en fólki er ráðstafað í hluta af íbúð hans, til þess að ráðstafa því sjálfur til húsnæðislausra innanhéraðsmanna. Meiningin með þessu ákvæði er sú, að þeir, sem geta tekið fólk í sína íbúð, séu látnir sjálfráðir um það, hvaða fólk þeir taka inn í íbúð sína. Í þessu felst nokkurt öryggi fyrir þá, sem eiga að hlíta þessum harðhentu tökum, um það, að þeir verði ekki fyrir verulegum óþægindum af því að fá óviðkomandi fólk svo að segja inn í sömu íbúðina. Í frv. stj. er gert ráð fyrir því, að húseigandi geti tekið fólk í íbúð sína, þó að það sé ekki húsnæðislaust, „og fengi þá húsaleigun. þá íbúð, er þannig losnaði á sama hátt til ráðstöfunar.“ Ég býst við, að það hafi verið meira af vangá heldur en vilja, að þetta féll niður hjá n., og tel ég rétt, að athuguðu máli, að þetta falli ekki niður, og hef ég hugsað mér að gera við þetta brtt. við 3. umr. Ég sé ekki, að neitt sé því til fyrirstöðu, að menn fái á þennan hátt að taka fólk í íbúð sína, ef með því næst sami árangur og ætlazt er til með l. Skömmtun húsnæðis getur á ýmsan hátt verið óþægileg fyrir fólk og erfið í framkvæmd. Þess vegna er gert ráð fyrir; að sett verði sérstök reglugerð um framkvæmd þessarar skömmtunar. Í þessa reglugerð skal meðal annars tilgreina hámark þess húsnæðis, sem fjölskylda má nota, án þess að taka megi hluta þess. Enn fremur getur komið fyrir, að fleira komi fram, sem nauðsynlegt þyki að setja reglugerð um, til þess að þetta ákvæði skerði sem minnst persónufrelsi þeirra manna, sem þurfa að láta húsnæði af hendi. Vegna þess að þetta er dálítið óvenjuleg skerðing á persónufrelsi einstaklinga, að taka hluta af húsnæði þeirra, taldi n. rétt að skapa einhvern áfrýjunardóm til tryggingar fyrir sanngirni í þessum málum á báðar hliðar. Meiri hl. n. taldi, að ekki mundi hægt að finna annan aðila heppilegri til þessa heldur en bæjar- eða sveitarstjórnir.

Þannig er bæjarstj. gerð að dómstóli í því, hvort einstaklingar eigi að hlíta skiptingu á húsnæði sínu, og vil ég taka það fram, að bæjarstj. á aðeins að vera æðsti dómstóll í þessu eina atriði, en ekki í neinum öðrum atriðum. Bæjarstj. er ekki falin úrskurðun annarra mála, sem húsaleigun. hefur með að gera að öðru leyti en því, að hún getur lagt fyrir húsaleigun. að framkvæma skömmtun á húsnæði, eins og ég tók fram áðan. Ég sé eftir á, að það mætti ef til vill misskilja orðalag n., ef ekki væri búið að taka fram, hvað fyrir henni vekti með því að setja þetta ákvæði inn. Þá er í frv. stj. ákvæði um það, að ríkissjóði eða bæjarsjóðum skuli skylt að ábyrgjast greiðslu leigu eftir húsnæði, sem tekið er samkv. 5. gr. frv. Nú eru ekki í þessu frv. nein ýtarlegri ákvæði um það, hver endanlega eigi að greiða þessar upphæðir. Í nál. er lagt til, að víðkomandi bæjar- og sveitarsjóðir einir yrðu látnir standa undir þessari ábyrgð vegna þess, að bæjar- og sveitarstjórnir hafa það í hendi sinni að grípa til skömmtunar, og því eðlilegt að þær beri því ábyrgðina á því að svara út þessu fé til húseigenda, ef viðkomandi leigjandi getur ekki staðið í skilum. Þetta fyrirkomulag er einfalt, en hér er ekki um svo stórar upphæðir að ræða, að það skipti verulegu máli fyrir bæjar- og sveitarfélögin fjárhagslega. N. taldi því rétt að fara inn á þessa braut. —

Þá er næst ákvæðið um skipun húsaleigun. Í frv. stj. er talað um, að húsaleigun. skuli skipuð 5 mönnum, 2 skulu kosnir af bæjarstj. 2 skipaðir af ríkisstj., en hæstiréttur skipar þann 5., og skal hann vera form. n. N. hefur ekki komið með neina brtt. við þetta fyrirkomulag í Rvík. En ég fyrir mitt leyti álít þetta ekki heppilega skipan, ég álít, að hæstiréttur ætti ekki að skipa þennan eina mann. Ég held, að það sé varhugaverð braut að blanda hæstarétti inn í það, að vera að semja lagafrv. og skipa menn í hin og þessi embætti. Hins vegar varð ekki samkomulag um að flytja brtt. um þetta. N. varð aftur á móti sammála um það að gera nokkrar breyt. á ákvæðum 9. gr. þ.e. um það, hvernig skuli fara með þessi mál utan Rvíkur.

Í frv. er gert ráð fyrir, að fasteignamatsn. í bæjum og úttektarmenn í hreppum ásamt hreppsnefndaroddvita skuli annast þau störf, sem húsaleigun. í Rvík er falið með l. Það er reynsla fyrir því í kaupstöðum, að fasteignamatsn. eru óheppilegir aðilar til þess að inna þessi störf af höndum, þær eru kosnar í allt öðrum tilgangi. Þetta eru venjulega gamlir og greinagóðir menn, sem vel þekkja fasteignir og eru kunnugir í bæjunum, en eru alls ekki heppilegir til þess að annast þau margbrotnu og erfiðu störf, sem húsaleigun. eru lagðar á herðar. Þess vegna kom allshn. sér saman um það að leggja til, að utan Rvíkur skuli húsaleigun. skipuð þrem mönnum, og skipar bæjarstjórn eða hreppsn. 2 menn en félmrh. þann 3. og skal hann vera form. n. N. taldi, að það væri fullkomlega réttmætt, að fasteignamatsn. væru sviptar þessum störfum, og þau falin sérstakri n. (þ.e. í kauptúnum og kaupstöðum). Hins vegar var ekki talin ástæða til þess að skipa sérstakar n. í sveitum eða þorpum, þar sem svo kynni að fara að nota þyrfti húsaleigul. Á þeim stöðum ættu þetta ekki að vera svo umfangsmikil störf, að úttektarmenn gætu ekki annað þeim.

Til þess að fyrirbyggja óþarfa bureaukrati í þessu, töldum við rétt, að það væru úttektarmennirnir, sem önnuðust þessi störf.

Þá er að lokum ákvæði hér í síðustu till. okkar, sem snerta herbergi á gistihúsum. Það er eitt af því fáa, sem hvergi hefur komið undir hámarksverð og n. hafði upplýsingar um, að verð á herbergjum, hér í Rvík sérstaklega, væri alveg óheyrilega hátt, og þótti okkur ekki ástæða til, að þessir aðilar væru ekki látnir hlýða sömu l. og aðrir, að þeir gætu heimtað ótakmarkað verð í leigu á herbergjum meðan aðrir yrðu að leigja eftir ákvæðum l. N. leggur til, að herbergi þessi verði metin, og verði gert heildarmat um þau þegar eftir gildistöku þessara ákvæða. N. sá ekki ástæðu til að setja ýtarlegri ákvæði í l., en taldi rétt, að félmrh. setti sérstaka reglugerð um þetta mat og með hverjum hætti skyldi birta þetta til þess að fyrirbyggja, að hægt sé að brjóta þetta lagafyrirmæli gagnvart mönnum, sem eru ókunnugir þeirri leigu, sem gildandi er í viðkomandi gistihúsi.

Aðrar brtt., sem hér eru í nál., ætla ég ekki að ræða. Þær leiðir allar af þeim brtt., sem ég hef talað hér um aðallega, að orðið „fasteignamatsnefnd“, sem víða er í frv., falli niður.