11.03.1943
Efri deild: 71. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 551 í B-deild Alþingistíðinda. (767)

116. mál, húsaleiga

Páll Hermannsson:

Það er búið að benda á, að það muni hafa gleymzt að leita afbrigða fyrir tveimur brtt. við þetta mál, sem nú var tekið fyrir, og það er búið að geta um, að þess hafi ekki verið getið í gerðabókardrögum, að svo hafi verið gert, sem er rétt. Hins vegar ræddi hæstv. forseti um þetta við mig og benti á, að ég hefði spurt um það, þegar leitað var afbrigða, hvort væri um báðar till. að ræða eða eina. Eftir þessu samtali mundi ég vel, að ég spurði hæstv. forseta, hvort afbrigðin væru um tvær till., og hann svaraði því játandi. Vegna þess gekk ég strax inn á, að ég hefði gleymt að geta þess í gerðabókardrögum. Það er þá svona, að minni mitt getur ekki skorið úr þessu. Ég hef sjálfur ekki skrásett þetta, en þegar það er borið saman við það, sem aðrir muna og jafnvel hafa skrásett, þá mun það vera svo, að hæstv. forseti muni hafa gleymt að leita afbrigða og okkur báða hafi misminnt, að þetta hafi verið gert.