24.03.1943
Efri deild: 80. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 563 í B-deild Alþingistíðinda. (785)

116. mál, húsaleiga

Gísli Jónsson:

Ég mun ekki ræða lengi við hv. 5. þm. Reykv. (BrB). Hann hefur gefizt upp við að koma með nokkur rök gegn till. mínum. Stundum telur hann ákaflega brýnt, að þessi lög séu samþ. til að auka tryggingu manna fyrir því, að þeir geti komizt undir þak, en stundum finnst honum það fásinna, að nokkur einstaklingur eigi að reisa hús yfir þá, sem þurfa á húsnæði að halda. Hann heldur, að nóg sé búið að ræða um till. frá mér við 2. umr., þegar ekki var búið að bera þær fram. (BrB: Þetta er nú bara 5. ræða þm. um þær.). Hið sanna er, að þm. er rökþrota.

Ég vildi spyrja hæstv. forseta viðvíkjandi einni till., sem fyrir liggur. Við 2. umr. var brtt. á þskj. 507 samþ. með 9:K atkv., — 2 gr. ekki atkv., — og úrskurðaði forseti þá, að brtt. á þskj. 481 við A-lið:. gr. væri þar með úr sögunni, kæmi ekki til atkvæða. Nú kemur meiri hl. n. og heimtar hana borna upp af nýju. Ég vil spyrja hæstv. for seta, hvort hann vilji nú ekki skera úr því, hvort till. geti komið til atkv., eða hvort úrskurður hans um till. hljóti ekki að falla á sama veg og fyrir nokkrum dögum. Ég teldi það alveg móti þingsköpum að láta till. koma nú til atkv. — Að öðru leyti get ég ekki verið að rökræða við andstæðinga, sem engin rök bera fram.