07.04.1943
Efri deild: 91. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 581 í B-deild Alþingistíðinda. (827)

173. mál, stríðsslysatrygging sjómanna

Félmrh. (Jóhann Sæmundsson):

Herra for seti. — Breyt. sú, sem frv. það, er hér hefur verið lagt fram í hv. d., fer fram á, að gerð verði á núgildandi l. um stríðsslysatryggingu sjómanna, er fram borin af nauðsyn til þess að bæta úr ágalla, sem er á núgildandi l. um þetta efni. Breyt., sem farið er fram á, að gerð verði, er sú, að jafnt skipshafnir báta undir sem yfir 4 smálestir að stærð verði tryggðar gegn slysum af völdum ófriðarins. — Það hefur komið fyrir, eftir að núgildandi 1. um stríðsslysatryggingu sjómanna gengu í gildi, að smærri bátar en 4 smálestir hafa farizt að því er ætla mætti af völdum ófriðarins, og hafa skipshafnir þar fallið óbættar, af því að báturinn náði ekki því takmarki að vera 4 smálestir. Slíkt ákvæði sem þetta er vitanlega óviðeigandi og óhafandi, að allir þeir, sem á sjó farast af stríðsvöldum að því er ætla má, skuli ekki vera tryggðir gegn slysunum á sama hátt.

Við skulum t.d.. taka eitt dæmi, er sýnir ljóslega, hver agnúi er á núgildandi l. um stríðsslysatrygginguna. — Tveir bátar fara samtímis á sjó. Annar er 4 smálestir að stærð, en hinn báturinn ekki nema 31/2 smálest. Þeir farast báðir, og eina ástæðan, sem ætla má, að liggi slysinu til grundvallar, er sú, að bátarnir hafi farizt á tundurdufli. Eftir l. er skipshöfnin á stærri bátnum bætt og fellur undir ákvæði l., en hin skipshöfnin á minni bátnum fellur óbætt, af því að sá báturinn er undir 4 smálestum, og nær því ekki undir ákvæði 1. Þetta er auðvitað hróplegt ranglæti, og er óviðunandi, en úr því er þessu frv. ætlað að bæta.

Sú breyt. er og ráðgerð, að 5 tonna skip og stærri, sem ekki sigla til útlanda, en fiska við strendur landsins, greiði 4 kr. iðgjald. Það þykir hentugast og vafstursminnst að miða takmarkið við 5 smálestir. Og ætlazt er til, að bátar undir 5 smálestum greiði 3 kr. í iðgjald, þar sem ætla má, að örðugast sé fyrir þá, sem minnstu bátana eiga, að greiða iðgjöld, og er því ríkissjóði ætlað að greiða afgang iðgjaldagreiðslunnar, sem annars ætti að falla á þá, er stunda útgerð í smæstum stíl.

Í 3. gr. er lagt til, að sú ákvörðun verði tekin, að l. þessi skuli einnig ná yfir slys þau, sem orðið hafa á bátum undir 4 smálestum frá 27. júní 1941 til gildistöku l. þessara og ætla má, að séu af stríðsvöldum og þau slys bætt af stríðsslysatryggingarfélagi íslenzkra skipshafna og ríkissjóður endurgreiði félaginu þessar bætur.

Þetta ákvæði er sett í frv. vegna þess, að vitað er, að minnsta kosti einn trillubátur, Vignir frá Vattarnesi, hafi týnzt með þeim hætti, að ætla má, að hann hafi farizt á tundurdufli. En með því að láta smábátaútveginn aðeins greiða 2 kr. í iðgjald á viku fyrir hvern skipverja, þá ætti þeim útvegi ekki að vera íþyngt. Að öllu þessu athuguðu vil ég leyfa mér að fara fram á það við þessa hv. d. f.h. stj., að hún samþ. frv. til 2. umr. og láti það til frekari athugunar fara til hv. allshn.