07.04.1943
Efri deild: 91. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 587 í B-deild Alþingistíðinda. (849)

176. mál, samflot íslenzkra skipa

Gísli Jónsson:

Mér koma einkennilega fyrir þau ummæli hæstv. atvmrh., að fullt samkomulag hafði náðst við útgerðarmenn um reglugerðina. Ég var á fundi útgerðarmanna, þegar þetta var rætt. og þar var ákveðið bent á þá erfiðleika, sem það mundi skapa í þessu máli, ef 11. og 12. gr. reglugerðarinnur væru óbreyttar. En það kann að vísu að vera rétt, að samkomlag hafi náðst við stj. félagsins. —

Ég vil í þessu sambandi gera fyrirspurn til hæstv. ráðh. um það, hvort hann lítur svo á, ef þessi l. fara óbreytt í gegn, að þá muni ríkisstj. ekki breyta neinu í reglugerðinni. Þetta hefur áhrif á mína afstöðu til málsins. — Hins vegar tel ég, ef hægt væri að búa svo um þessi mál, að allir gætu við unað, að þá ætti 2. gr. að falla burt, því að annaðhvort er nauðsynlegt að sigla í samfloti eða ekki, það hafa útgerðarmenn þegar fundið. Ef það er nauðsynlegt, þá á að fyrirbyggja, að það þurfi undanþágur. Nú er það vitanlegt, að 11. og 12. gr. mæla svo fyrir, að 5 manna n. skuli ákveða, hvort skipin skuli sigla eða ekki, en það er auðvitað sama og að afnema undanþáguna.

Ég vildi þess vegna heyra álit hæstv. ráðh. um þetta atriði. Ég vil svo vænta þess, að frv. verði vísað til hv. sjútvn., þar sem ég á sæti í henni, og gefst mér þá tækifæri til þess að ræða þetta mál við meðnm. mína þar.