12.04.1943
Neðri deild: 97. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 601 í B-deild Alþingistíðinda. (870)

176. mál, samflot íslenzkra skipa

Atvmrh. (Vilhjálmur Þór):

Þetta frv. er lagt fyrir Alþ. af ríkisstj. eftir tilmælum, sem henni bárust fyrir alllöngu frá fulltrúum stéttarfélaga sjómanna í Rvík og Hafnarfirði. Ríkisstj. leitaðist við, eftir því sem hægt var, að koma á samkomulagi milli útgerðarmanna og sjómanna um skipulagða samsiglingu, án þess að til lagasetningar þyrfti að koma, og hefur stj. nokkrum sinnum setið fundi með þessum aðilum. Enda þótt togaraeigendur kæmu á hjá sér skipulagi um þessar siglingar, sem virtist vera nægilegt til þess að gefa öryggi þar um, þá var þó ekki hægt að koma á fullu samkomulagi um samsiglingu allra skipa, sem sigla á milli Íslands og StóraBretlands. Fulltrúar sjómanna, þeir, sem víðræður áttu við ríkisstj., lögðu á það mikla áherzlu, að þetta yrði sett í lög til þess að tryggja það sem bezt, að samsigling ætti sér stað með öllum skipum. Þá var það, að stj. ákvað að leggja fram á Alþ. frv. það til l., sem hér liggur fyrir. Ég vil taka það fram, að á fyrsta fundi, sem haldinn var með fulltrúum útgerðarmanna, lýstu þeir því yfir, að þeir vildu í þessum efnum gangast fyrir því, að skipshöfnunum væri tryggt það mesta öryggi, sem hægt væri að láta þeim í té. Eftir að séð var, að ekki varð komizt hjá því að leggja fram frv. um þetta á Alþ., reyndi stj. enn að hafa samvinnu við báða þessa aðila með þeim árangri, að eftir nokkrar viðræður náðist samkomulag milli fulltrúa útgerðarmanna í Rvík og hinna áðurnefndu fulltrúa sjómanna um reglugerð þá, sem prentuð hefur verið með frv. sem fylgiskjal. — Við meðferð málsins í hv. Ed. var lítils háttar breyt. gerð á 2. gr. frv., en af því leiðir, að einnig þarf að gera dálitla breyt. á reglugerðinni, og mun stj., ef þetta verður að 1., hafa um það samráð við hina fyrrnefndu aðila, siður en endanlega verður gengið frá reglugerðinni. Annars mun hún að aðalefni til verða gefin út eins og hún er prentuð með stjfrv.

Ég vil svo aðeins leyfa mér að óska þess, að hv. d, sjái sér fært að hraða meðferð þessa máls svo, að það gæti orðið að l., áður en þessu þingi, sem nú situr, slítur.