16.12.1942
Sameinað þing: 8. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1351 í B-deild Alþingistíðinda. (92)

Stjórnarskipti

forseti (HG):

Forseta Sþ. hefur borizt eftirfarandi bréf frá ríkisstjórn Íslands:

„Reykjavík, 16. des. 1942. Ég leyfi mér hér með að tilkynna yður, herra forseti, að ég hef talið mér skylt að skipa stjórn utan þings, eftir að hafa kannað að árangurslausu allar hugsanlegar leiðir til myndunar stjórnar þingmanna, sem hefðu fyrir fram tryggt fylgi meiri hluta Alþingis.

Var stjórnin skipuð í ríkisráði í dag, og eiga sæti í henni þessir menn:

Forsætisráðherra:

Björn Þórðarson dr. juris., lögmaður. fjármálaráðherra:

Björn Ólafsson stórkaupmaður. Dómsmálaráðherra:

Einar Arnórsson dr. juris., hæstaréttardómari.

Utanríkis- og atvinnumálaráðherra:

Vilhjálmur Þór landsbankastjóri.

Sveinn Björnsson.

Björn Þórðarson.

Forseti sameinaðs Alþingis,

Haraldur Guðmundsson.“