09.04.1943
Neðri deild: 94. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 728 í B-deild Alþingistíðinda. (941)

140. mál, dýrtíðarráðstafanir

Bjarni Ásgeirsson:

Mér kom á óvart, hvernig hv. 2. þm. Reykv. tók till. þskj. 705 og ólíkt þeim anda, sem ríkti í ræðum þm. þess flokks í gær. Þá var lögð mikil áherzla á nauðsyn þess að koma á samvinnu milli bænda og verkamanna. Ég hef ekki komið auga á annan félagsskap bænda, sem gagn gæti gert í þessu efni en búnaðarfélagið. Teldi ég því vel farið, ef hægt væri að sameina alla verkamenn í eina heild, sem stæði saman um mál sín.