09.04.1943
Neðri deild: 94. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 735 í B-deild Alþingistíðinda. (951)

140. mál, dýrtíðarráðstafanir

Forseti (JJós):

Ég hef hugsað mér, ef hv. þdm. hafa ekkert á móti því, að ganga nú á snið við þær brtt. á ýmsum þskj., sem snerta kaflaskipti og fyrirsagnir, því að það kemur eðlilega á eftir, þegar meginmálið hefur verið ráðið. Mér virðist, að ef fyrst er tekin ákvörðun um kaflaskiptin og fyrirsagnirnar, geti það ef til vill orðið óþarflega mikils ráðandi um atkvgr. um efni sjálfra till. Mér finnst þetta vel mögulegt og vil gjarnan heyra, ef einhver mælir því gegn.