09.12.1942
Efri deild: 11. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1353 í B-deild Alþingistíðinda. (96)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

Atvmrh. (Magnús Jónsson):

Viðvíkjandi fyrri fyrir spurninni skal ég upplýsa það, að þetta mál hefur ekki verið tekið fyrir á ráðherrafundi. Annars heyrir þetta að sjálfsögðu ekki undir atvmrh., en ég skal láta hina ráðh. vita um þessa fyrirspurn. Annars veit ég ekki glöggt, undir hvaða ráðh. þetta heyrir, sennilega forsrh. eða stj. í heild.

Hitt atriðið, sem um var spurt, heyrir undir mitt ráðuneyti, og skal ég upplýsa, að ég veit ekki til, að veitt hafi verið leyfi til þessarar útgáfu, sem hv. þm. talaði um, en hafi leyfi ekki verið veitt, þarf þó engan veginn að eiga það sama við og með Hrafnkötlu. Hygg ég, að rætt hafi verið um þetta við skrifstofustjórann í kennslumálarn. og hann ekki talið leyfis þurfa. Þetta skal ég fá upplýst. Annars kemur aðeins til kennslumrn. að upplýsa, hvort leyfi hafi verið veitt, en ákæruvaldið er að sjálfsögðu hjá dómsmrn.