24.11.1943
Sameinað þing: 35. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 144 í B-deild Alþingistíðinda. (100)

27. mál, fjárlög 1944

Forseti (GSv):

Þá hefjast nú þessar útvarpsumr., eldhúsumr. svo nefndar, sem frestað var til 3. umr. fjárl. Verður þeim háttað þannig:

Þær standa yfir tvö kvöld, í kvöld og næsta kvöld, og hefjast á sama tíma bæði kvöldin, kl. 20 og 15 mín. í kvöld hafa flokkarnir hver sinn tíma í einu lagi, um 35 mín. fyrir hvern þingflokk og ríkisstj., sem verður talin með tilliti til þessa sem sérstakur flokkur. Verða umr. í þessari röð: Fyrst byrjar Framsfl., þá Alþfl., þá Sameiningarfl. alþýðu, Sósfl., svo Sjálfstfl. og síðast ríkisstj.

Annað kvöld verður tíminn alls 45 mín. á hvern aðila, þrískiptur, 20 mín. í fyrstu umferð, þá 10 mín. og loks 5 mín., en það verður nánar greint frá þessu annað kvöld.

Þá tekur til máls hv. þm. Str., Herm. Jónasson.