21.10.1943
Efri deild: 37. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 656 í B-deild Alþingistíðinda. (1010)

96. mál, eyðing svartbaks

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Herra forseti. Eins og þskj. 203 ber með sér, hefur þetta mál verið tekið fyrir og rætt í deildinni 19. okt. og í landbn., og voru allir nm. sammála um að mæla með því, að það yrði samþ. hér í deildinni.

Þetta er aðeins framlenging l. frá 1941 um sama efni, en ekki raunveruleg breyting. Þó þótti rétt að breyta þeim lítils háttar vegna ástandsbreytingar, sem orðið hefur í þessa efni. Á það var minnzt við fyrri umr., að þótt l. hafi skamma hríð í gildi verið, hafi þau virzt koma að miklu gagni. Æðarungar hafa komizt betur upp, svo að áberandi er. Áður sáust stundum ekki nema tveir æðarungar umhverfis varpeyjarnar, en nú er það mjög breytt, og hefur þeim fjölgað mjög og sjást nú hópar sunnan við varplöndin.

Hin hliðin, sem snýr að eyðingu svartbaks, er sú, að hann spillir mjög veiði í laxám. Árangur laganna, að því er hann snertir, virðist sá, að skaðinn, sem hann gerir varpeigendum, fer minnkandi og fiskigangan upp í árnar er örari. En sem kunnugt er, þá er mikill fjöldi þessara fugla við árósa, þar sem grynningar eru, og situr þar fyrir bæði laxi og silungi, sem leitar upp í árnar.

Hefur n. orðið sammála um að mæla með því, að lög þessi verði framlengd til ársloka 1945.