08.11.1943
Efri deild: 44. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 678 í B-deild Alþingistíðinda. (1136)

99. mál, lax- og silungsveiði

Bernharð Stefánsson:

Ég ætla mér ekki að ræða þetta mál nú, en leyfi mér að óska eftir, að sú n., sem fær þetta frv. til athugunar, sem verða mun landbn., kynni sér bréf um þetta mál, sem lagt hefur verið fram af fiskræktarfélagi Svarfdæla. Mál þetta er að vísu borið fram í Nd. af hv. 2. þm. Eyf. samkvæmt beiðni Dalvíkinga, en bændur inni í Svarfaðardalnum líta auðsjáanlega öðrum augum á þetta mál en þeir á Dalvík. Bændurnir hafa stofnað sitt fiskræktarfélag. Ég tel rétt, að n. kynni sér sem bezt öll gögn í þessu máli. Ég er ekki að láta uppi neitt álit um það, hvernig beri að afgreiða málið að svo stöddu, aðeins vil ég vænta, að þær tvær ólíku skoðanir, sem fram hafa komið um málið heiman úr héraði, verði teknar til athugunar af landbn., sem mun fá þetta frv. til meðferðar.