08.11.1943
Efri deild: 44. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 678 í B-deild Alþingistíðinda. (1138)

99. mál, lax- og silungsveiði

Bernharð Stefánsson:

Ég vil aðeins benda á út af þessum síðustu ummælum, að frv. um lax- og silungsveiði hafa jafnan farið til landbn. Og þótt þau atriði, sem talað er um í frv., tilheyri sjávarútveginum, þá eru þau ákvæði, sem breyta á, sett inn í l. um laxveiðar til þess að tryggja, að veiðin sé ekki eyðilögð með þeim ádrætti, sem þar um ræðir. Mér er vitanlega ekkert kappsmál, til hvaða n. þessu frv. verður vísað. En þessi mál hafa alltaf verið í landbn. þau 20 ár, sem ég hef setið á þingi.