18.11.1943
Neðri deild: 49. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 705 í B-deild Alþingistíðinda. (1218)

126. mál, lóðir og lönd Reykjavíkurkaupstaðar

Jakob Möller:

Það er ekkert nýmæli í þessu frv., að leigugjaldið sé ákveðið 5%. Hitt er mér ókunnugt um, hvort fasteignamatsnefnd kann að hafa breytt mati á lóðum. Það er ekkert nýmæli heldur, að menn séu látnir greiða skatta af eigin framkvæmdum. Þegar lóðin hækkar í fasteignamati vegna umbóta, sem á henni hafa verið gerðar, þá hækkar leigan af henni. Þeirra er venjan.

Annars hef ég ekkert á móti því, að tekið sé til athugunar að leggja þennan hátt niður.