18.11.1943
Neðri deild: 49. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 706 í B-deild Alþingistíðinda. (1219)

126. mál, lóðir og lönd Reykjavíkurkaupstaðar

Bjarni Ásgeirsson:

Mér er vel kunnugt um, að þetta er ekkert nýmæli, og það hefur einnig verið farið eins að á stöku stað úti um land, jafnvel sums staðar á einum ríkisins. En allt um það lít ég á þetta sem fráleitt ranglæti að leiga skuli stórhækka á mönnum eingöngu fyrir þeirra eigin framkvæmdir. Þetta er ekki rétt, þótt það hafi viðgengizt. Og úr því að farið er að hrófla við þessum l., þá finnst mér rétt að lagfæra það, sem aflaga fer.

Það er rétt hjá síðasta ræðumanni, að menn greiða skatt af því, sem þeir skapa sér. En það er annað að greiða leigu til annars manns eða aðila fyrir það, sem menn skapa sér sjálfir.