17.11.1943
Efri deild: 50. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 719 í B-deild Alþingistíðinda. (1275)

145. mál, heilsuhæli fyrir drykkjumenn

Bernharð Stefánsson:

Það er tilgangslaust að deila um, hvað meint sé með 2. gr. frv. Menn hljóta að skilja, hvað við er átt, enda þótt 1. þm. Reykv. virðist hafa misskilið hana. Vel má og vera, að val þessarar n. heyri ekki undir ráðherra.

Það kom hér til álíta, hvað væru fangar og fangelsi. Mér er sama, hvað þm. Str. segir um þetta. Þá kalla ég fanga, sem dæmdir eru til gæzlu og einveru, enda þótt það séu ekki sakamenn.