29.11.1943
Efri deild: 57. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 731 í B-deild Alþingistíðinda. (1319)

57. mál, jarðhiti

Hermann Jónasson:

Ég vildi taka það fram, áður en þetta frv. fer lengra, að mér virðist b-liður 2. gr. þess nokkuð athugaverður, um að ríkissjóður greiði helming á við bæjarfélög. Það má segja um kaupstaði, sem hafa jarðhita í nágrenni, að þeir hafi betri aðstöðu en þorp, sem ekkert slíkt hafa. Með þessu er verið að styrkja þá, sem hafa bezta aðstöðuna, og get ég ekki verið því samþykkur.