07.12.1943
Sameinað þing: 39. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 264 í B-deild Alþingistíðinda. (144)

27. mál, fjárlög 1944

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Hv. þm. Barð. sagði, að ég hefði ekki haft áhuga á því að skýra hv. Ed. frá því, til hvers ætti að nota verðlækkunarskattinn, og þess vegna hefði hann verið felldur. Mér finnst það óþarfi fyrir hv. þm. að láta skína í það, að hann eða aðrir hv. þm. Ed. hafi ekki vitað, hvers vegna frv. var borið fram og til hvers ætti að nota skattinn, einkum þar sem báðir hv. flm. og þá sérstaklega hv. 1. flm. gerðu mjög ýtarlega grein fyrir málinu, hvers vegna það kæmi fram og til hvers ætti að nota féð. Hins vegar skýrði ég frá því við 1. umr. málsins, að hv. þm. yrðu að gera sér grein fyrir því, að ef gera ætti hvort tveggja, greiða bændum uppbætur og í öðru lagi að halda dýrtíðinni í skefjum, þá yrði að finna nýjar leiðir til tekjuöflunar. Hér var því bæði frá minni hendi og hv. flm. gerð svo skýr grein fyrir málinu, að um misskilning gat ekki verið að ræða. Hins vegar var strax í upphafi sýnt, að meiri hl. d. ætlaði sér ekki að láta frv. ganga fram, og þess vegna hefur ef til vill ekki þótt taka því að halda langar ræður í málinu.