06.12.1943
Efri deild: 61. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 800 í B-deild Alþingistíðinda. (1532)

149. mál, hlutatryggingarfélög

Frsm. (Ingvar Pálmason) :

Herra forseti. Við athugun á þessu frv. hefur sjútvn. þessarar hv. d. komizt að þeirri niðurstöðu, að rétt væri að gera nokkra breyt. á einni gr. í frv. Hefur n. að vísu haldið um þetta fund, og hef ég átt tal við nokkra af nm. í sjútvn. hv. Nd., en ekki alla þá n., um þetta atriði, hvort ekki mundi rétt að breyta einni gr. í frv. nokkuð að orðalagi, og hafa þeir hv. sjútvn. menn Nd., sem ég hef talað við um þetta, fallizt á, að það mundi vera rétt. En þar sem sjútvn. þessarar hv. d. er ekki alveg við því búin að bera fram brtt. um þetta atriði nú þegar, vil ég fyrir hönd n. fara fram á það við hæstv. forseta, að hann góðfúslega taki málið af dagskrá að þessu sinni. Sjútvn. mun skila þessari brtt. í prent í kvöld, svo að þess vegna mun verða hægt að taka málið fyrir á morgun, ef hæstv. forseti hefur ekki á móti því.