08.11.1943
Neðri deild: 42. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 802 í B-deild Alþingistíðinda. (1545)

89. mál, lestarfélög og kennslukvikmyndir

Frsm. (Páll Þorsteinsson):

Menntmn. hefur athugað frv. það, sem hér liggur fyrir, og kynnt sér þær ástæður, sem fram eru bornar fyrir flutningi þess. N. er öll sammála um það, að frv. eigi rétt á sér og sjálfsagt sé að reyna að ná því marki, sem frv. stefnir að. Hins vegar voru nm. ekki sammála um það, hvaða leið ætti að fara til að ná markinu. Meiri hl. n. vildi ekki fallast á að hækka álagið á skemmtanaskattinn, heldur leggja fram úr ríkissjóði nokkra upphæð í þessu skyni. Á hinn bóginn varð samkomulag um það að halda álaginu á skemmtanaskattinn eins og verið hefur undanfarin ár. Þetta var ákveðið með brtt. við 1. gr., þ. e. að ríkissjóður greiði viðbótarframlag, sem renni beint í styrktarsjóð lestrarfélaga. 2.–3. brtt. á þskj. 321 eru aðeins smávægilegar leiðréttingar, sem n. stendur öll að. Einn nm., hv. 8. þm. Reykv., áskildi sér rétt til þess að flytja eða fylgja brtt., er fram kynnu að koma við frv., einkum við 1. gr. Skrifar hann því undir nál. með fyrirvara.