10.12.1943
Efri deild: 63. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 803 í B-deild Alþingistíðinda. (1559)

89. mál, lestarfélög og kennslukvikmyndir

Frsm. (Kristinn Andrésson):

Á þskj. 139 hafa tveir hv. þm. í Nd. borið fram frv., þar sem farið er fram á það, að framlag til lestrarfélaga hækki um helming, og nemur það nokkuð hárri upphæð. Það er farið fram á að innheimta skemmtanaskattinn með 30% álagi. Menntmn. Nd. hefur gert þá breyt. á frv., að í stað þess að hækka skemmtanaskattinn um helming komi framlag úr ríkissjóði, 50 þús. kr., og þannig breytt komi frv. til þessarar hv. d. Menntmn. Ed. hefur athugað þetta frv. og fallizt á það með þeirri breyt., sem gerð var af menntmn. Nd. Að vísu var einn nm. ekki viðstaddur, þegar málið var afgr., en ég geri ráð fyrir, að hann muni vera sammála okkur, þar sem hann hefur ekki gert neina aths. síðan. Við mælum því með, að frv. verði samþ., eins og það liggur fyrir.