15.12.1943
Efri deild: 66. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 825 í B-deild Alþingistíðinda. (1627)

178. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Frsm. (Bernharð Stefánsson) :

Þetta frv. er komið frá Nd. og borið fram að tilhlutun hæstv. fjmrh. Aðalefni þess er að framlengja ákvæði bifreiðaskattsl. um eitt ár. Auk þessa aðalefnis eru nokkur nýmæli í 3. gr. um gjalddaga á bifreiðaskatti, þannig að hann sé 1. apríl ár hvert, og er þessi breyt. gerð samkv. till. tollstjórans í Rvík.

Fjhn. hefur athugað frv. og mælir með, að það verði samþ. óbreytt. Þó hefur einn nm. fyrirvara, sem hann gerir kannske grein fyrir. Ég hef frá upphafi verið fylgjandi þessum l. og þarf enga sérstaka grein að gera fyrir því, að ég er það enn, en sumir nm., t. d. hv. form., hafa ekki verið fylgjandi þessum l. áður, en leggja samt til, að frv. verði samþ., sökum þess að Alþ. er raunverulega búið að samþ. framlengingu 1. með samþykkt fjárl., því að í fjárl. er því fé ráðstafað beinlínis, sem inn á að koma samkv. þessum l. Það mundi því valda töluverðri röskun á því, sem ætlað er um framkvæmdir samkv. fjárl., ef frv. yrði fellt nú. Þess vegna er öll n. á einu máli um að mæla með afgreiðslu frv.