11.12.1943
Efri deild: 64. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 858 í B-deild Alþingistíðinda. (1679)

152. mál, alþýðutryggingar

Frsm. (Haraldur Guðmundsson) :

Ég fellst ekki á, að hér hafi verið viðhöfð nein bolabrögð. Ég man ekki heldur eftir, að samkomulag hafi verið gert um, að málið yrði ekki tekið fyrir fyrr en á mánudag. Mér þykir leitt, ef þetta veldur misskilningi og hv. þm. heldur, að hann hafi verið beittur bolabrögðum, og ég veit, að hann heldur það ekki í alvöru. Hér á að viðhafa fullkomlega þinglega meðferð, því að það er álitin þingleg meðferð, þótt mál sé afgr. með afbrigðum, enda skildi ég það ekki svo, að það væri bundið endanlega við, að málið væri ekki afgr. með afbrigðum.