16.12.1943
Neðri deild: 65. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 860 í B-deild Alþingistíðinda. (1695)

152. mál, alþýðutryggingar

Frsm. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Þetta frv., sem hér liggur fyrir til 2. umr., er samið af mþn., sem skipuð var á sínum tíma til þess að endurskoða alþýðutryggingal. Síðan er frv. þetta flutt af heilbr.- og félmn. Ed. að tilhlutun forsrh., sem fer með félagsmál. Í mþn., sem frv. þetta samdi var leitað álits allra stofnana, sem ætla mátti, að gætu gefið upplýsingar, og málið snerti á einhvern hátt. Heilbr.- og félmn. Ed. leitaði líka umsagnar undir meðferð málsins í d. hjá öllum atvinnurekendasamböndum og Alþýðusambandinu.

Í hv. Ed. var enginn ágreiningur milli flokka út af þeim breyt., sem fyrir lágu þó að nokkur atriði væru á þá lund, að skiptar skoðanir voru um þau.

Þessum brtt. fylgir nokkur grg., og eru þessar breyt. á alþýðutryggingal. einungis við þrjá fyrstu kafla þeirra, er snerta sjúkrabætur, örorkubætur og slysabætur, og er um það, að líka verði greidd sjúkrahússvist, ef frv. verður samþykkt, í staðinn fyrir það, sem áður var ekki greitt, þegar um slys eða örorku var að ræða. Einnig er ráðgerð nokkur breyt, á sjúkrasamlögunum, og þar sem þetta hefur verið gert með þeirra vitund og rætt við þau um undirbúninginn og þetta undirbúið rækilega af sjúkrasamlaganna hálfu, telja stjórnir sjúkrasamlaganna, að þetta sé til bóta. Þá er ráðgert, að rannsókn fari formlega fram á því, hvort stofna skuli héraðasamlög um allt land.

Ég álít algerlega að bera í bakkafullan lækinn að vera að rekja þetta nánar, en skal geta þess í sambandi við þetta, að heilbr.- og félmn. þessarar d. leggur til, að frv. verði samþykkt eins og það er, en hv. þm. Snæf. (GTh) var ekki viðstaddur, þegar frv. var afgr., en ég hef átt tal um það við hann, og kvaðst hann vera samþykkur.

Ég vil vænta þess, að frv. fái greiða göngu og geti orðið að l. á þessu þingi.