16.12.1943
Neðri deild: 66. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 862 í B-deild Alþingistíðinda. (1703)

152. mál, alþýðutryggingar

Ólafur Thors:

Ég var að enda við að tala við Magnús Jónsson, og hann sagði mér, að fundur yrði í Ed. í fyrramálið. Og ég skildi hann svo, að það væri búið að boða hann. En þetta gæti verið á misskilningi byggt. — Hins vegar sýnist mér, að með þeim afbrigðum, sem hér hafa verið veitt, hafi það komið í ljós, að svo mikill þingvilji sé fyrir því að samþ. það ákvæði, sem í skrifl. brtt. felst, að vart geti komið til mála, að málinu verði stofnað í voða, þó að þessi brtt. yrði samþ. Það er ekki nema fárra mínútna verk að skjóta á slíkum fundi í hv. Ed., sem gæti samþ. frv. endanlega, ef brtt. þessi yrði samþ. Og vafalaust væri hægt að gera það fyrir þinglausnir, ef áhugi væri fyrir því. Og ég tek undir rök. hv. þm. Snæf. um gagnsemi þessarar brtt. — Ég tek á mig ábyrgð á því fyrir hönd Sjálfstfl., að flokkurinn mundi mæta á fundi í hv. Ed. til þess að afgreiða þetta mál á morgun og að hann mundi greiða atkv. með frv. án þess að gera á því nýjar breyt. þar í d., þ. e. óbreyttu frá þessari hv. d., að þessari brtt. samþykktri.