07.10.1943
Neðri deild: 28. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 872 í B-deild Alþingistíðinda. (1717)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Sveinbjörn Högnason:

Herra forseti. Í áframhaldi af fyrirspurn 2. þm. Reykv. í Sþ. í gær um sölu á mjólk til setuliðsins, þá beini ég fyrirspurnum til ríkisstj.:

1. Er það rétt, að setuliðinu hafi verið selt vinnuafl síðastliðið sumar, er bændur vantaði vinnuafl, og að það hafi verið selt ódýrara en boðið var af Íslendingum? Enn fremur: Hvaða leið hyggst hæstv. ríkisstj. að fara til að ráða bót á þessu? Ætlar hún að flytja inn erlent vinnuafl? Og hversu skal bæta það tjón, sem hlotizt hefur af skorti á vinnuafli í sveitunum?

2. Er það rétt, að allmikið rafmagn hafi verið selt setuliðinu á sama tíma og verksmiðjur, frystihús og sláturhús skortir það og húsmæður geta vart eldað mat? Hvað hyggst ríkisstj. að gera til að lagfæra þetta, ef rétt reyndist, þar eð þetta er ekki lítill hnekkir fyrir allan almenning?

3. Er það rétt, að setuliðsmenn taki vatn í stórum stíl, enda þótt heilir bæjarhlutar séu löngum vatnslausir?

Þessu vænti ég, að ríkisstj. svari um leið og fyrirspurninni um mjólkina, sem hér kom fram í gær.