08.10.1943
Efri deild: 31. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 873 í B-deild Alþingistíðinda. (1721)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Út af fyrirspurn hv. 3. landsk. vildi ég upplýsa það, að sá ráðh., sem þetta mál heyrir undir, er ekki hér viðstaddur og getur ekki svarað þessu á þessum fundi, en ég vil taka annað fram í þessu sambandi: Ríkisstj. vill eindregið mælast til þess, að fyrirspurnir til hennar, sem gerðar eru, verði gerðar skriflega. Stjórnin mun að sjálfsögðu ekki skorast undan að svara fyrirspurnum, sem hægt er að veita svar við á þeim fundi, sem þær eru komnar fram á, en fyrirspurnir eru oftast á þann veg, að ekki er hægt að svara þeim á þeím fundi, og þess vegna væntir hún þess, að hv. þdm. vilji taka tillit til þess. En ég skal koma þessari fyrirspurn hv. landsk. til viðkomandi ráðh., sem mun svara henni á næsta fundi.