08.10.1943
Efri deild: 31. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 873 í B-deild Alþingistíðinda. (1722)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Haraldur Guðmundsson:

Ég skal að sjálfsögðu minnast óska hæstv. ráðh. í þessum efnum, og hæstv. stj. hefur að sjálfsögðu rétt til þess að óska þess, sem hæstv. ráðh. bar hér fram, en ég vil þó aðeins leyfa mér að benda á það, að það; hefur verið föst þingvenja, að einfaldar fyrirspurnir hafa verið bornar fram munnlega, og hafa ríkisstjórnir yfirleitt ekki skorazt undan að svara þeim, þó að þær væru bornar fram utan dagskrár. Ég vil svo þakka hæstv. fjmrh. fyrir það, að hann ætlar að koma þessari fyrirspurn til hlutaðeigandi ráðh.