04.11.1943
Sameinað þing: 26. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 879 í B-deild Alþingistíðinda. (1745)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Atvmrh. (Vilhjálmur Þór):

Herra forseti: Það er fyrst út af fyrirspurn hv. 3. landsk. um kjötið, sem hann segir, að hafi fundizt úti í hrauni, þá er mér ekkert um það mál kunnugt annað en það, sem hefur komið í blöðunum. Að öðru leyti er ekki ástæða til að svara á þessari stundu því, sem að er spurt.

Viðvíkjandi fyrirspurn hv. 2. þm. Reykv. vil ég svara því viðkomandi verðuppbótum þeim, sem stj. hefur ákveðið að greiða á kjöt á þessu ári til þess að lækka verðið til neytenda í landinu, að þær verðuppbætur hafa verið greiddar gegnum kjötverðlagsnefnd af því kjöti einu, sem selt er til neytenda. Annað er ekki ástæða til að segja um það atriði.

Viðkomandi því, sem sami þm. nefndi um verðuppbætur á mjólk, er því til að svara, að uppbætur á mjólk, sem koma til af lækkuðu útsöluverði, gilda jafnt á alla mjólk, sem seld er, hver sem kaupir hana hér í landinu.