26.11.1943
Sameinað þing: 37. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 882 í B-deild Alþingistíðinda. (1763)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Finnur Jónsson:

Herra forseti. Það ætlast sjálfsagt enginn til þess, að æðsti yfirmaður útvarpsins, hæstv. dómsmrh., hafi afskipti af dagskrá þess daglega, en það gegnir nokkuð sérstöku máli með þennan dag. Það, sem einkum stakk mig, var frásögnin í Mbl., þar sem talað var um samfellda dagskrá útvarpsins í 12 klst. og að henni verði þannig hagað, að setuliðnn annist tímann milli kl. 13 og 14. Sé þessi frétt röng, þá er gott að taka því, en þó er einkennilegt, að útvarpsráð skuli láta birta þetta svona, en ef það er rétt, að setuliðin hafi tekið að sér þennan tíma, þá verð ég að segja, að mér finnst það mjög óviðeigandi. Nú getur verið, að setuliðin vilji gjarnan taka þátt í hátíðahöldunum þennan dag og hyggist að sýna okkur þannig vinsemd, en það má benda þessum ágætu gestum okkar á það, að áður, þegar við höfum minnzt þessa dags, þá hafa þeir dregið sig í hlé og látið sem, minnst á sér bera bæði á götunum og annars staðar. Ég er með þessu ekkert að amast við þeim sérstaklega, er þessi tilhögun finnst mér óviðeigandi.