10.12.1943
Neðri deild: 61. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 889 í B-deild Alþingistíðinda. (1787)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Dómsmrh. (Einar Arnórsson) :

Þm. er óánægður með okkar gerðir í þessu máli, og undrast ég það ekki, en hins vegar teljum við, að við höfum rétt til að hafa okkar skoðanir hér um. Hann gat þess, að hér hefðu farið umræður á milli flokka, en ég tek fram, að það er á ábyrgð þingsins og flokkanna, en ekki fréttastofu útvarpsins. En hitt verður útvarpið að sjá um, að í fréttum sé ekkert það flutt, sem talizt getur meiðandi og móðgandi fyrir þing og stjórn. Hitt er því óviðkomandi, hvað háskólaráð gerir við sinn húsakost, enda þótt ég hyggi, að í þessu tilfelli sé um nokkurn misskilning að ræða.