26.10.1943
Efri deild: 40. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í C-deild Alþingistíðinda. (1805)

28. mál, kynnisferðir sveitafólks

Gísli Jónsson:

Ég held, að hv. 8. landsk. (PM) hafi ekki fylgzt með því í fyrri ræðum mínum, að hér er verið að styrkja sérstakar stéttir úr ríkissjóði, hvort sem heitir, að atvinnurekendur eða ríkið greiði það, og þess vegna fylgi ég því, að bændur séu þannig styrktir. Allt að 90% orlofsfjárins við sjóinn kemur úr ríkissjóði eða sama sem, meðan skattal. eru eins og nú og orlofsféð frádráttarhæft frá skatttekjum. Auk þess er ríkissjóður stóratvinnurekandi og greiðir mikið orlofsfé.