15.12.1943
Efri deild: 66. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 25 í C-deild Alþingistíðinda. (1834)

28. mál, kynnisferðir sveitafólks

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Þetta frv. er nú aftur komið frá Nd. og hefur tekið þar þeim breyt., að samþykktir þær, sem í þessari d. voru gerðar um framlög úr ríkissjóði, hafa verið felldar niður. Ég leyfi mér því hér með að taka upp breyt. á þskj. 641, sem fjallar um, að þetta ákvæði sé aftur sett inn í frv., svo að það verði eins og þessi hv. d. gekk frá því. Ég hygg, að ekki þurfi að fara mörgum orðum um þetta atriði, vegna þess að mikill meiri hl. d. féllst á, að þetta væri réttlátt, og get ég ekki verið frv. fylgjandi, nema það verði tekið inn aftur. Mér finnst það algerlega rangt að leggja þennan skatt á nokkurn hluta þjóðarinnar, til þess að bændastéttin um allt land verði hans aðnjótandi, eins og nú er gert ráð fyrir, en hins vegar finnst mér réttlátt, að ríkissjóður leggi fram ákveðið fé, eins og gert var ráð fyrir í frv., þegar það var hér síðast. Hin brtt. er þess efnis, að síðasta málsgr. 3. gr. falli niður, en sú gr. er á þessa leið:

„Gjöld þessi er óheimilt að telja til framleiðslu-, sölu- eða dreifingarkostnaðar, þegar útsöluverð vara þessara er ákveðið.“

Mér finnst eðlilegt, að þetta falli niður úr frv., og vænti þess, að það verði samþ. hér í hv. d.