15.12.1943
Efri deild: 66. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 25 í C-deild Alþingistíðinda. (1842)

28. mál, kynnisferðir sveitafólks

Hermann Jónasson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að taka upp umr. um þetta mál aftur, því að ég hef þegar gert ýtarlega grein fyrir skoðun minni á því svo að það yrði aðeins endurtekning að ræða það hér nú. Meðferð málsins sannar hins vegar ekki, hvers konar málefni þetta er. En hvort bændur eigi að fá sumarfrí eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins, ætla ég ekki að taka umr. upp um að nýju. Það mun sýna sig, að það verður ekki hægt að koma á sumarfríi eða hópferðalögum fyrir bændastéttina, hvorki hér né annars staðar, en verði ekki gengið frá frv. eins og gengið var frá því hér í d., verður það fyrst og fremst undir bændum sjálfum komið, hvernig þeir koma þessu fyrir, og þeir eiga ekki að þurfa á aðstoð ríkisins að halda til þess að leggja skatt á sjálfa sig til fjáröflunar til þess að standa undir þessum ferðalögum.