07.10.1943
Efri deild: 30. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 894 í B-deild Alþingistíðinda. (1846)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég bar hér fram þrjú frv. í byrjun þingf. Fyrsta málið, nr. 21, er breyt. á ábúðarl., og var það sent til landbn. 9. sept. síðastl. Ég vildi mælast til þess, að forseti gerði tilraun til að fá málinu flýtt. — Annað málið, nr. 22, um friðun Patreksfjarðar fyrir skotum, hef ég ekki heldur heyrt neitt nánar um. Þriðja málið er nr. 44, og er það breyt. á l. um verðlag. Þetta mál hefur legið í n. mánaðartíma, og vildi ég fá skýringu á því, hvort n. sjái sér ekki fært að afgreiða það, þar sem mér er mjög umhugað um, að það nái fram að ganga á þessu þingi.