07.10.1943
Efri deild: 30. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 894 í B-deild Alþingistíðinda. (1854)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Páll Hermannsson:

Það er rétt, sem hv. þm. Barð. skýrði frá, að frv. til l. um breyt. á jarðræktarl., sem þessi þm. flutti, var vísað til landbn. þessarar d. 9. sept. síðastl. Því var nú þannig háttað, að fyrstu dagana af þessu þingi var nokkuð los á þingstörfum n., því ekki var búið að ákveða n. neinn starfstíma eða starfsstað. Landbn. hélt sinn fyrsta fund á þessu þingi 17. sept., og þá var þetta frv. tekið fyrir. Eftir að það hafði verið lesið og rætt, kom nm. saman um að leita upplýsinga í sambandi við frv., og frv. til umsagnar Búnaðarfél. Ísl. og bað um frv. fjallar um breyt. á l. um afgjald jarða, þannig að þar, sem afgjöld eru greidd í hlunnindum, þá skal því breytt og afgjöldin reiknast í peningum eftir ákveðnum reglum. Landbn. álítur, að gott væri að athuga nánar um þær jarðir, sem greitt er eftir öðruvísi en í peningum, en það er gert t. d. með kindafóðri og margs konar öðrum landbúnaðarafurðum. Sendi n. því frv. til umsagnar Búnaðarfél. Ísl. og bað um upplýsingar viðvíkjandi því. Þessar upplýsingar eru enn ekki komnar, þó að þær hafi legið þar þrjár vikur, og hefur n. því ekki tekið málið fyrir að nýju. Ég get svo ekki gefið fleiri upplýsingar að svo stöddu, en skal lofa því að ýta á eftir svari frá Búnaðarfélaginu.