11.12.1943
Neðri deild: 62. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 898 í B-deild Alþingistíðinda. (1888)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Forseti (JörB) :

Það er ekki þörf að fara í samanburð, þegar rætt er um það, hvernig mál eru tekin fyrir á dagskránni. Það er hægt að ræða það efni án þess að fara út í samanburð. Ég vildi aðeins gefa til kynna, að 4. dagskrármálið er eldra en það 6., sem hv. þm. Siglf. ber fyrir brjósti. En það fyrrnefnda þarf að ganga gegnum báðar deildir, en 6. aðeins gegnum eina umr. Annars á ég ekki sök á því, að 4. dagskrármál var tekið á dagskrá í dag og með afbrigðum.