21.04.1943
Sameinað þing: 8. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 925 í B-deild Alþingistíðinda. (1941)

Þingfrestun

Forseti GSv) :

Með tilvísun til þess, sem þegar hefur mælt verið af hæstv. forsrh., þá er nú fundum Alþ. frestað um hríð, og liggur ekki meira fyrir þessum fundi. Dagskrá þess fundar, er fyrstur verður, er Alþ. kemur aftur saman, verður gefin út prentuð á sínum tíma.

Að svo mæltu vil ég árna öllum hv. þm. og hæstv. ríkisstjórn — með þakklæti fyrir hennar óskir — árs og friðar á komanda sumri og óska hv. þm. og ríkisstjórn gleðilegrar hátíðar.