24.11.1943
Efri deild: 55. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í C-deild Alþingistíðinda. (1961)

172. mál, verðlækkunarskattur

Bjarni Benediktsson:

Ég vil nú beina því til hæstv. forseta, að hann fresti þessum fundi. Auk sjálfstæðismanna er nú hv. 3. landsk. búinn að lýsa yfir, að hann geti ekki sótt þennan fund, og svo má e. t. v. fara um fleiri.

Það mundi lítið auka álit þingsins, ef hér væri boðað til fundar, sem farast yrði fyrir vegna þess, að þm. mættu ekki á honum, og væri það og til lítils gagns fyrir þetta mál, sem hæstv. ríkisstj. óskar eftir, að afgr. verði sem fyrst.

Ef vitað hefði verið um þessa ákvörðun fyrr en raun hefur á orðið, þá hefði e. t. v. verið hægt að haga því svo til, að þm. hefðu getað mætt á þessum fundi.