17.12.1943
Sameinað þing: 46. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 932 í B-deild Alþingistíðinda. (2003)

Þinglausnir

ríkisstjóri (Sveinn Björnsson):

Í ríkisráði 16. þ. m. var gefið út svo látandi ríkisstjórabréf: Ríkisstjóri Íslands gerir kunnugt:

Að ég hef ákveðið, að Alþingi, 62. löggjafarþingi, skuli slitið föstudaginn 17. desember 1943. Mun ég því slíta Alþingi þann dag.

Gert að Bessastöðum 16. des. 1943.

Sveinn Björnsson.

/ Björn Þórðarson.

Með því að Alþingi hefur nú lokið störfum að þessu sinni, segi ég þinginu slitið.

Um leið og ég óska öllum þingmönnum velfarnaðar og gleðilegra jóla og nýárs, en þeim sérstaklega, er heima eiga utanbæjar, fararheilla og góðrar heimkomu, vil ég biðja þingmenn og ríkisstjórn að minnast fósturjarðar vorrar, Íslands, með því að rísa úr sætum sínum.