21.04.1943
Sameinað þing: 6. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 35 í D-deild Alþingistíðinda. (2038)

11. mál, samþykki til frestunar á fundum Alþingis

Forsrh. (Björn Þórðarson):

Út af þessari fram komnu brtt. vil ég taka fram, að hún er orðuð þannig, að það getur orkað tvímælis, hvað í henni felst. Þar stendur „þingflokkanna“. Og hvort er ætlazt til, að allir þingflokkarnir greiði atkv. í þessu . . . (SigfS: Það ber að skilja hana þannig). En ég vil taka fram, að stjórnin lýsti því í upphafi og hefur ekki frá því hvikað, að hún mundi starfa á þingræðislegan hátt. Og svo mun hún starfa einnig með tilliti til útgáfu bráðabirgðalaga, ef til kemur.