19.04.1943
Efri deild: 3. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 341 í B-deild Alþingistíðinda. (209)

2. mál, aðflutningsgjald af nokkrum vörutegundum

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Eins og hv. þdm. er kunnugt, hafa að undanförnu verið til umr. viðskiptasamningar við Bandaríki Norður-Ameríku. Samningar þessir fela í sér m. a. nokkrar breytingar á tollum, bæði að því er snertir útfluttar vörur og innfluttar, og eru þær taldar upp í frv., en sú upptalning er samhljóða þeirri, er í samningunum stendur. Samningana hefur utanrmn. samþ. í samráði við alla flokka þingsins, og þar sem hér getur ekki verið um neinar breyt. á vörulistanum að ræða og gengið hefur verið frá samningunum, virðist mér ekki ástæða til að frv. fari til n.