21.04.1943
Sameinað þing: 6. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 37 í D-deild Alþingistíðinda. (2110)

11. mál, samþykki til frestunar á fundum Alþingis

Stefán Jóh. Stefánsson:

Ég álít, að svo miklu leyti sem hægt er að fá ákveðna meiningu út úr þessari till., að hún sé krafa til stj. um að tryggja sér samþykki allra þm., áður en brbl. eru gefin út. Þetta brýtur í bága við venjulegar þingræðisreglur. Hins vegar hefði ég kosið, að hæstv. stj. hefði gefið ákveðnari yfirlýsingu en hún gerði viðvíkjandi útgáfu brbl. Ég mun ekki geta greitt atkv. með þessari till. og sit því hjá.