03.12.1943
Neðri deild: 58. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 146 í C-deild Alþingistíðinda. (2153)

110. mál, jarðræktarlög

Frsm. minni hl. (Jón Pálmason) :

Ég vildi aðeins gera aths. út af þessum samanburði hv. 2. þm. N.-M. varðandi Siglufjörð. Það er alveg rangt hjá honum, að þar sé almennt ákvæði um það, að verðhækkun megi ekki koma þar til greina, heldur gildir það ákvæði aðeins, ef bæjarfélagið kaupir þessar lóðir. (PZ: Tók ég það ekki fram? ) Og það gildir um það, að fasteignaskattur skuli ekki á þær lagður. Hér er því ólíku saman að jafna, því máli og þessu frv., sem hér liggur fyrir. Og það þýðir ekkert fyrir hv. 2. þm. N.-M. að stangast þannig að bera þetta saman við 17. gr. jarðræktarl.