30.09.1943
Efri deild: 27. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 45 í D-deild Alþingistíðinda. (2227)

6. mál, ákvæðisvinna

Frsm. (Steingrímur Aðalsteinsson):

Herra forseti. Ekki er ástæða til að hafa langa framsögu fyrir nál. allshn. Hún er sammála um að leggja til, að till. verði samþ. eins og hún liggur fyrir. Þau var álit nm., að fjarri færi, að nokkuð væri móti því að afla heimilda frá Bandaríkjum N.-Ameríku og Sovétríkjunum um fyrirkomulag ákvæðisvinnu, svo fremi að þær yrðu fengnar frá ábyrgum aðilum. Verður að treysta því, að svo verði gert og ekki látið við það eitt sitja að samþ. till., og ætti sú vitneskja að leggjast fyrir Alþ., svo að það hafi aðstöðu til að meta, hvort þar sé eigi um að ræða margt gagnlegt og til fyrirmyndar Íslendingum.