01.10.1943
Efri deild: 28. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 51 í D-deild Alþingistíðinda. (2255)

74. mál, verðlag á landbúnaðarafurðum

Hermann Jónasson:

Hv. 5. þm. Reykv. (BrB) dregur nú nokkuð úr því, að útreikningar á meðaltekjum verkamanna séu óáreiðanlegir, enda er ljóst, að í höfuðatriðum hlýtur að hafa fengizt þar niðurstaða, sem byggja má á. Um búreikningana er þetta að segja: Þeir eru ekki færðir þannig, að einungis sé gefin ein niðurstaða, heldur er hver liður færður fyrir sig og byggt á mjög ýtarlegri bókfærslu. Búreikningarnir geta ekki verið léleg heimild, svo framarlega sem farið er eftir þeim fylgiskjölum, sem liggja til grundvallar hverjum einstökum lið. Þm. dró raunar ekkert úr því, að þarna sé fenginn grundvöllur, sem sé í eðli sínu sanngjarn og ekki eigi að raska, heldur byggja ofan á í dýrtíðarmálunum.