15.10.1943
Sameinað þing: 19. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 58 í D-deild Alþingistíðinda. (2290)

20. mál, byggðasími í Álftaveri

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Allshn. hefur að vísu ekki orðið alveg sammála um þessa till. Meiri hl. leggur til, að hún verði samþ. óbreytt, en tveir af nm. munu henni ekki mótfallnir, þótt þeir hafi gert fyrirvara við málið og muni hreyfa aths. um rétt annarra héraða í því sambandi. Till. er fram komin af því, að Álftaveri er sérstök hætta búin við Kötlugos. Það virðist sem fyrrv. ríkisstj. hafi skilið til fullnustu sérstöðu sveitarinnar, og setti hún n. til að athuga það, og er till. flutt að undirlagi n. Það var áætlað á sínum tíma, að kostnaður við símalagnirnar yrði um 6 þús. kr. að undanteknum flutningnum, sem bændur annast sjálfir, og nú má búast við, að upphæðin fimmfaldist, kostnaður verði um 30 þús. kr.

Fleira hygg ég ekki þurfi að taka fram, því að grg. er mjög ýtarleg.