15.10.1943
Sameinað þing: 19. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í D-deild Alþingistíðinda. (2299)

20. mál, byggðasími í Álftaveri

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Út af ummælum hv. flm. vil ég taka fram, að þar var um dálitla rökvillu að ræða hjá svo rökföstum ræðumanni. Úr því að það var ekki tilgangur till. að draga úr framlögum til byggðasíma annars staðar, er rétt, að það komi þar skýrt fram. eins og lagt er til á þskj. 143, og eftir því sem fram kom í ræðu hans, geri ég það beint skilyrði fyrir fylgi mínu við till., að brtt. verði samþ.