16.09.1943
Sameinað þing: 13. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 61 í D-deild Alþingistíðinda. (2322)

23. mál, afsláttarhross

Atvmrh. (Vilhjálmur Þór):

Eins og hv. flm. skýrði frá, hefur atvmrn. í byrjun þ. m. lagt fyrir sýslumenn í þeim héruðum, þar sem helzt má vænta, að hross verði seld til afsláttar, að láta safna skýrslum um fjölda þeirra hrossa, er boðin muni verða á þessu hausti. Úr einu héraðinu eru skýrslur ekki komnar þrátt fyrir ítrekaðan eftirrekstur. En úr fjórum héruðum hafa borizt tölur, og samkv. þeim verður hrossatalan sem hér segir:

Í Dalasýslu

247

hross.

-

Rangárvallasýslu

1641

-

-

Skagafjarðarsýslu

1235

-

-

Húnavatnssýslu

3041

-

Samtals

6164

hross.

En úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslu vantar. Um hitt atriðið í till., að leitað verði til Búnaðarfél. Ísl., er það að segja, að enn er ekki komið að þeirri hlið málsins.

Viðvíkjandi fyrirspurn hv. þm. Siglf. verð ég að taka fram, að í dag hef ég því miður ekki þær tölur, sem hann bað um, en mér skal vera það ánægja að skýra frá þeim, þegar þær eru fengnar, og það verður innan skamms.